Kíktu á okkur í stutt og skemmtilegt spjall um hin ýmsu verkefni, tæki og tól sem við notum í stafrænum umbreytingum. Klikkið á fundarlinkana hér að neðan til að hlusta og taka þátt í spjallinu. Athugið að básaspjallið verður tekið upp til birtingar hér á vefnum fyrir þá sem hafa áhuga á að hlusta á fleiri en einn bás. Við bendum því spjöllurum á að slökkva á mynd og hljóði ef þeir vilja ekki heyrast eða sjást.
10:15-10:30
Hvernig MIRO bjargaði okkur í fjarvinnu
Andri Geirsson og Kristjana Björk Brynjarsdóttir verkefnastjórar þjónustuhönnunar.
10:15-10:30
Stafræn persónuvernd í nýsköpunarverkefnum Reykjavíkurborgar.
Hvernig tryggjum við að verkefni á sviði nýsköpunar og stafrænnar umbreytingar séu í samræmi við lög og reglur um persónuvernd?
Dagbjört Jónsdóttir sérfræðingur í stafrænni persónuvernd.
10:15-10:30
Oooh ég elska lyktina af verkefnastjónun og nýsköpun í morgunsárið!
Hugrún Ösp Reynisdóttir teymisstjóri verkefnastofu, Ólafur Sólimann Helgason teymistjóri vefteymis og Þröstur Sigurðsson skrifstofustjóri hjá Stafrænni Reykjavík.
12:30 til 12:45
Gagnaþjónustan. Hlutverk gagnavísinda hjá Reykjavíkurborg: að skapa virði úr gögnum til að auðga þjónustupplifun borgarbúa. Einföld dæmi um virðisaukandi gagnavörur.
Óli Páll Geirsson skrifstofustjóri Gagnaþjónustunnar.
12:30 til 12:45
Samfélag um samkeppni og samvinnu. Gagnvirkt innkaupakerfi Þjónustu og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur.
Aldís Geirdal Sverrisdóttir lögfræðingur og Kjartan Kjartansson deildarstjóri stoðþjónustu fjalla um þau tækifæri sem felast í DPS samningnum.