Tækifæri til að vinna með borginni – Hvað er DPS?

Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur boðið út þjónustu sérfræðinga í gegnum nýtt gagnvirkt innkaupakerfi eða svokallaðan DPS samning – Dynamic purchasing system.  

Þjónustan tekur meðal annars til sérfræðinga í gagnagrunnum, kerfisrekstri, Enterprise útstöðvarekstri, rekstri skýjaþjónustu, rekstri sýndarumhverfis, hugbúnaðarsérfræðinga, sérfræðinga í vöruþróun, rafrænna lausna og í upplýsingatækni. 

Hægt er að sækja um þátttöku í gagnvirka innkaupakerfinu hvenær sem er á samningstímanum með því að skrá sig á útboðssíðu Reykjavíkurborgar. Öll innkaup innan samningsins fara fram á grundvelli lokaðra útboða. Þannig geta einungis þeir sem skráðir eru í viðkomandi hluta innan samningsins, tekið þátt í þeim útboðum. 

Samantekt þessi er einungis til upplýsinga og telst ekki hluti útboðsgagna. Öll útboðsgögn eru birt á útboðsvef Reykjavíkurborgar.

Leið 1: Innkaup á grundvelli einingaverða. 

Lokuð útboð verða send út á 3-6 mánaða fresti þar sem óskað er eftir einingarverðum fyrir ákveðna tímaflokka. Reykjavíkurborg mun síðan senda fyrirspurn á þann aðila sem á hagkvæmasta tilboðið og hefur bjóðandi þá 24 klukkustundir til þess að staðfesta hvort hann taki verkefnið að sér. Berist ekki samþykki mun borgin hafa samband við næst hagkvæmasta bjóðanda o.s.frv. 

Leið 2: Verkefni sem útheimta meira en 500 klukkustunda vinnu. 

Þeir sem skráðir eru í gagnvirka innkaupakerfið, fá tilkynningu þegar nýtt útboð er birt innan samningsins.  

Samninginn má finna hér og til þess að sækja um í gagnvirka innkaupakerfinu, þarf að skrá sig á útboðssíðu Reykjavíkurborgar:  

Skilyrði fyrir skráningu er að: 

  • Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur vegna fjárhagsstöðu. 
  • Umsækjendur skulu vera skráðir í fyrirtækjaskrá eða vsk-skrá. 
  • Umsækjandi skal vera í skilum með opinber gjöld. 
  • Umsækjandi skal vera í skilum með lífeyrissjóðsiðgjöld. 
  • Umsækjandi skal vera með jákvætt eigið fé.